16.05.1950
Sameinað þing: 50. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 431 í D-deild Alþingistíðinda. (4119)

162. mál, Marshallaðstoð til vatnsorkuvirkjana

Pétur Ottesen:

Ég sé, að hæstv. atvmrh. er ekki viðstaddur, og skal ég því upplýsa það, að rætt hefur verið um framkvæmdir þessa fyrirtækis innan flokkanna og innan hæstv. ríkisstj., og það, að ekki er ætlað að leggja fram Marshallfé til sementsverksmiðjunnar, stafar ekki af því, að slá eigi framkvæmdum á frest, heldur af því, að þetta fyrirtæki er talið hafa svo mikla yfirburði, að það geti staðið undir sér sjálft hvað lán snertir, og er þess vænzt, að hægt verði að fá lánsfé til þess annars staðar. Þetta vildi ég láta koma fram út af því, sem hér hefur verið sagt.