15.01.1951
Neðri deild: 49. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 519 í B-deild Alþingistíðinda. (1133)

20. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Frsm. meiri hl. (Sigurður Ágústsson):

Herra forseti. Sjútvn. þessarar hv. d. hefur samþ. að koma fram með brtt. við þetta frv., svo hljóðandi: „Við 1. gr. Á eftir orðinu „rúmlestum“ í 1. málsgr. og „rúmlestir“ á einum stað í 1. málsgr. og tveimur stöðum í 2. málsgr. bætist: brúttó.“ Sem sagt, að í sambandi við sektarákvæðin er gert ráð fyrir því að færa niður sektir í sambandi við smærri skip, þannig að við teljum réttara, að þetta sé miðað við stærð skipanna. Vil ég biðja hæstv. forseta að leita afbrigða fyrir þessari skrifl. brtt.