18.12.1950
Neðri deild: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1031 í B-deild Alþingistíðinda. (2168)

88. mál, aðstoð til útvegsmanna

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta. Ég gerði við 3. umr. málsins grein fyrir afstöðu minni til tveggja brtt., sem hv. þm. Ísaf. flytur nú. Ég lýsti því þá yfir, að ég gæti ekki fylgt þeim og hvers vegna. Mér hafði skilizt á hv. þm., að hann mundi ekki flytja aðrar brtt. við þessa umr., en honum hefur snúizt hugur.

Varðandi brtt. á þskj. 441, þá tel ég í fyrsta lagi, að ríkisstj. hafi þá heimild, er þar um ræðir, en hygg hins vegar, að ríkisstj. verði ekki auðið að taka það lán fyrir þann tíma, sem till. hv. þm. gerir ráð fyrir. Ég mun því greiða atkv. gegn þeirri brtt. — Að öðru leyti hef ég þegar gert grein fyrir afstöðu minni til frv. og brtt., sem fyrir liggja, og sé ekki ástæðu til að bæta þar við.