12.01.1951
Neðri deild: 48. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1349 í B-deild Alþingistíðinda. (2793)

76. mál, áfengislög

Pétur Ottesen:

Ég get vel tekið undir það, sem í þessari till. felst, sem hv. þm. V-Húnv. flytur, þó ég hefði viljað ganga lengra í því efni. Ef farið væri að bera fram till. í þessa átt, þá hefði ég viljað ganga lengra í því efni. Ef farið væri að bera fram till. í þessa átt, þá hefði ég viljað taka vínveitingaleyfið af því eina húsi, sem hefur það í bænum. En ég harma það mjög, að þessu mikla deilumáli er blandað inn í afgreiðslu þessa máls, sem hér liggur fyrir, því það hafði eindregið samkomulag fengizt um það, eins og þeim er ljóst, sem voru hér við umr. í gær, því að það var engum andmælum hreyft gegn frv. í því formi, sem það liggur nú fyrir. Fyrir hönd okkar flm. frv. gekk ég inn á þær breyt., sem n. flutti í því augnamiði að geta fengið fullt samkomulag um afgreiðslu málsins. Eins og ég tók fram, þá álít ég frv. ekki jafnsterkt og það var af hálfu okkar flm., en það er forsvaranleg tilraun til þess að lina á þeim mikla ófögnuði og þjóðfélagsmeini, sem er að renna hér upp í landinu í sambandi við vínsölu í bifreiðum. Nú eru það tilmæli mín til hv. þm. V-Húnv., að hann taki sína till. aftur. Hins vegar vil ég lýsa því yfir, að ég er reiðubúinn til þess með honum nú þegar að bera fram sérstaka breyt. í þá átt, sem hann er með, á sérstöku þskj., og freista þess að fá þar bót á ráðna hér í þinginu.