26.02.1951
Efri deild: 77. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1388 í B-deild Alþingistíðinda. (2872)

76. mál, áfengislög

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég skal ekki fara frekar út í þá hlið málsins, sem ég gerði á síðasta fundi, um það, hvers vegna réttmætt er, að þessi ákvæði séu eins og þau standa nú í frv. En ég vil bara í þessu sambandi benda hv. þm. S-Þ. á það, að sá, sem kaupir áfengi hjá áfengisverzluninni og flytur það í bíl, hann hefur sitt öryggi í fyrri mgr. 1. gr., þar sem stendur: „enda liggi fyrir rökstuddur grunur um, að .. “ Ég geri ekki ráð fyrir. að hv. þm. eða aðrir heiðarlegir borgarar. sem ekki eru yfirleitt vændir um slíkt, mundu verða fyrir neinum ágangi frá hálfu lögreglunnar í þessu sambandi. Dómsmrh. sagði á síðasta fundi, að hann teldi, að það væri á því mjög lítill munur, hvort orðalagið væri haft í frv., og það mundi koma í einn stað niður, þegar til þess kæmi að dæma eftir því. Margir þm. lýstu og yfir við þá umr., að ef þeir hefðu vissu fyrir því, að frv. yrði vísað til Sþ. og ekki ná samþykki, mundi það geta ráðið miklu um afstöðu þeirra. Ég vil því benda hv. þdm. á, að ég álít, að það sé mikil hætta á því, að frv. nái ekki samþykki, ef það tekur breytingum í þessari d. og fer til Sþ.

M.a. hæstv. dómsmrh. telur, að þessi breyt. sé engin brýn nauðsyn fyrir framgang efnis málsins, en ef þessi breyt. yrði samþ:, væri mjög teflt í tvísýnu um, að frv. næði fram að ganga.