26.02.1951
Efri deild: 77. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1391 í B-deild Alþingistíðinda. (2877)

76. mál, áfengislög

Rannveig Þorsteinsdóttir:

Herra forseti. Frá því ég talaði hér áðan, hafa lögreglustjóri og sakadómari ræðzt við um málið, en ég óskaði eftir svari viðvíkjandi ágreiningnum milli deildanna og því áliti. sem kom fram í ræðu hæstv. dómsmrh. Þessir aðílar voru sammála um það, að orðalagið „sterkar líkur“ væri heppilegra, en vildu hins vegar ekki segja neitt um það, sem kom fram í ræðu dómsmrh. — Þessar upplýsingar vildi ég gefa, og verða svo hv. þingmenn að gera afstöðu sína upp við sig.