12.12.1950
Efri deild: 35. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í C-deild Alþingistíðinda. (3348)

53. mál, húsmæðrafræðsla

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég gleðst yfir, að nefndin hefur að nokkru leyti tekið upp till., sem við þm. S-Þ. bárum fram. Eftir að málið er komið í þetta horf, finnst mér eðlilegast, að frv. verði tekið til baka.

Því er slegið föstu, að allir þessir skólar hafi fengið rétt til framlags, ef það er veitt á fjárlögunum, þvert ofan í yfirlýsingu ráðherra, og er það tekið í brtt., og ég verð að þakka menntmn. aftur fyrir, að hún hefur fallizt á breytingu okkar. En nú er líka horfin ástæðan fyrir því, að málið var borið fram.

Meðferð málsins í deildinni er einskis virði, og sérstaklega eftir að fyrri till. hæstv. dómsmrh. var felld, en hún var mjög sanngjörn. Hitt atriðið, að fella niður orðið „heimangönguskóli“, eykur mjög fjárframlög og hefur í för með sér margra millj. kr. útgjöld fyrir ríkissjóð. Ég gat því ekki fylgt þessari till.

Ég þakka svo nefndinni fyrir að hafa tekið til greina okkar till og er sammála henni um það, að kjarni málsins er óleystur. Ber því bráða nauðsyn til þess að leysa úr þessum vanda, en það verður ekki gert í sambandi við þetta mál.