02.11.1950
Efri deild: 13. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (346)

24. mál, aðstoð til bænda á óþurrkasvæðunum

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Ég get ekki látið ómótmælt þeirri staðhæfingu, að það hefði ekki verið hægt að gera þetta samkv. gildandi lögum, því að í 13. gr. laganna segir:

„Nú hrökkva ekki til þess að afstýra hallæri þær ráðstafanir, sem 11. og 12. gr. gera ráð fyrir, og er þá bjargráðastj. heimilt að veita aðstoð úr sameignarsjóði með þeim hætti, er hér segir:

1. beinum styrk úr bjargráðasjóði,

2. lánveitingum til sýslu- eða sveitarfélaga,

3. lánveitingum til einstaklinga, sem fyrir tjóni hafa orðið, gegn veði í fasteign eða ábyrgð sýslu- eða sveitarfélags.“

Svo að ráðh. hefði ekki þurft að láta breyta lögunum, heldur bara lesa þau og fara eftir þeim.