02.11.1950
Efri deild: 13. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (347)

24. mál, aðstoð til bænda á óþurrkasvæðunum

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Út af þessu atriði vil ég upplýsa það, að sjóðsstj. hafa borizt beiðnir um lán, og það er engum blöðum um það að fletta, að hún skilur lögin þannig, að ef hún veitir lán, þá verði það að endurgreiðast, og svo mikið er víst, að þeir, sem leituðu til sjóðsstj., fengu þau svör. En sjóðurinn er alveg tómur.