07.11.1950
Efri deild: 16. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í B-deild Alþingistíðinda. (374)

24. mál, aðstoð til bænda á óþurrkasvæðunum

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Ég tel svör mín ekki á nokkurn hátt útvötnuð. Jafnvel þótt ég sé þingmaður fyrir vesturkjálka landsins, benti ég á, að það liggur önnur till. fyrir þinginu um rannsókn á grundvelli atvinnuháttanna yfirleitt. Vænti ég þess, að hv. þm. geri sér ljóst, að til eru verri svæði en á Vestfjörðum. Ég fór ekki fram á, að till. væri tekin til baka, en sagði aðeins mína skoðun. Ég álit hins vegar heppilegustu vinnubrögðin að draga hana til baka.