06.12.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í D-deild Alþingistíðinda. (4121)

100. mál, endurskoðun áfengislöggjafar

Flm. (Sigurður Bjarnason) :

Herra forseti. Það er nú hvort tveggja, að naumur er orðinn fundartíminn og ekki er langt mál, sem ég þarf að flytja. — Með till. þeirri til þál., sem ég flyt hér, er lagt til, að ríkisstj. láti fara fram endurskoðun íslenzkrar áfengislöggjafar í þeim tilgangi að stuðla að hóflegri og skynsamlegri meðferð áfengra drykkja. Í þessu sambandi nægir að benda á það aumlega ástand, sem nú er ríkjandi í þessum málum meðal þjóðarinnar. — Um annað atriði till. er það að segja, að þar er lagt til, að ríkisstj. láti fara fram athugun á möguleikum um bruggun áfengs öls til útflutnings. Varðandi þetta atriði nægir að vísa til ríkjandi ástands í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Sjaldan höfum við búið við meiri gjaldeyrisörðugleika en einmitt nú, og virðist þá skynsamlegt að freista nýrra leiða til gjaldeyrisöflunar. Á þetta hygg ég allir hugsand.i menn geti fallizt. Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar, en vildi vænta þess, að nefnd sú, er tekur við þessu máli, starfi fljótt, svo þjóðinni gefist kostur á að njóta góðs af þeirri endurskoðun, sem væntanlega fer fram.