12.12.1950
Neðri deild: 37. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í B-deild Alþingistíðinda. (413)

24. mál, aðstoð til bænda á óþurrkasvæðunum

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Ég get eftir atvikum sætt mig við yfirlýsingu hæstv. forsrh. í þessu máli og vænti þess, að athugun á ástandinu á Vestfjörðum verði hraðað svo sem frekast er kostur. — Hv. þm. Mýr. sé ég ekki ástæðu til að svara, hann hefur þegar tekið út sína hegningu fyrir þau ummæli, er hann hafði hér áður, en það er ástæða fyrir hann og hans flokk að láta sér afgreiðslu þessa máls að kenningu verða og bregðast nú fljótt og vel við, þegar um það verður að ræða að veita hjálp til annarra staða en hér er um að ræða.