07.12.1950
Sameinað þing: 24. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 332 í B-deild Alþingistíðinda. (803)

1. mál, fjárlög 1951

Finnur Jónsson:

Ég vildi láta hæstv. forseta vita um það, að það er hrein tilviljun, að ég er mættur hér á fundinum, og þessi tilviljun er það, að ég hringdi niður í þing til að spyrja, hvað væri á dagskrá, og þá var mér sagt, að fundur byrjaði hér klukkan eitt; annars hefði ég ekki komið hér. Þetta er dálítið óvenjulegur fundartími, og í fundarlok í gær var tilkynnt, að fundir byrjuðu í dag á réttum tíma. Býst ég við, að þetta gildi um fleiri hv. þm. en mig, og vildi ég því beina því til forseta, að hann dokaði við til að gefa mönnum tækifæri til að mæta. (Fjmrh.: Það er auðséð, að það eru margir, sem vita ekkert um þetta.)