14.12.1950
Sameinað þing: 26. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í B-deild Alþingistíðinda. (871)

1. mál, fjárlög 1951

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. fjvn. fyrir, að hún hefur tekið upp till. mína, sem ég flutti við 2. umr. um fjárlfrv.Hv. þm. Barð. tók hér til umr. till., sem ég er meðflm. að, og sagði, að rannsóknaráð ríkisins hefði ekki fengizt til að mæla með samþykkt hennar. Ég vil taka það fram, að vera kann, að saman dragi með hlutafélaginu Kol og rannsóknaráði ríkisins, ef þetta fé fengist, og vil ég því vona, að hv. þm. sjái sér fært að samþ. þessa till., svo að þessi rannsókn geti farið fram, sem leiða kynni til þess, að ljóst yrði, að þarna væru falin auðæfi í jörðu.