16.12.1950
Sameinað þing: 27. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 397 í B-deild Alþingistíðinda. (893)

1. mál, fjárlög 1951

Jóhann Jósefsson:

Þótt það sé vel vitað, að skipasmiðjurnar hafi orðið fyrir tjóni, án þess að þeim verði um kennt, þá er enginn skilningur á þessu máli hjá mörgum hv. þm., eins og stendur, og gæti því till. verið felld á röngum forsendum. Ég vil ekki stofna henni í slíka hættu og kýs heldur að fresta málinu. Till. á þskj. 412 er tekin aftur.

Brtt. 412,V tekin aftur.

— 402,VI samþ. með 26:10 atkv.

— 442,XXII samþ. með 25:2 atkv.

— 402,XXIII felld með 27:10 atkv.

— 393,40 samþ. með 30 shlj. atkv.

— 402,XXIV samþ. með 27 shlj. atkv.