11.10.1951
Neðri deild: 9. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í B-deild Alþingistíðinda. (1082)

38. mál, hámark húsaleigu o. fl.

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Það var á þingi 1950, að gerð var breyt. á l. um húsaleigu frá 1943, og voru þá m.a. gerðar þær breyt., að viss ákvæði skyldu falla niður á ákveðnum tímamótum. Þau fyrstu skyldu þá falla niður 1. okt. 1950, nokkur önnur 14. maí 1951 og svo loks nokkur 14. maí 1952. Meðal þeirra ákvæða, er skyldu falla niður 14. maí 1951, var ákvæðið um leiguíbúðir, sem eru í því sama húsi sem húseigandi býr sjálfur í, en í l. er bæjar- og sveitarstjórnum heimilt að ákveða, að sum ákvæði l. gildi áfram fyrir hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarfélag.

S.l. vor, er ákvæðin skyldu ganga úr gildi, kom beiðni frá bæjarstjórn Reykjavíkur um, að sett yrðu brbl. um hámark húsaleigu og ákvæði, er tryggi forgangsrétt bæjarmanna að leiguhúsnæði í bænum að því er tekur til leiguhúsnæðis í húsum, sem eigandi býr sjálfur í, m.ö.o., sömu ákvæðin og áttu að ganga úr gildi. Þar sem þarna kom fram einróma beiðni, voru sett brbl. 25. maí um þetta atriði. Frv. er hér fram borið til að fá staðfestingu hæstv. Alþ. á þessum brbl.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta mál. Legg ég til, að málinu verði vísað til 2. umr. og allshn.