27.11.1951
Efri deild: 35. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 779 í B-deild Alþingistíðinda. (1094)

38. mál, hámark húsaleigu o. fl.

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Mér finnst ekki óeðlilegt að biðja hæstv. forseta að fresta þessu máli, þar til hæstv. ráðh. hefur tíma til að gefa upplýsingar um það, áður en það fer til n. Hér er um stjfrv. að ræða og því ekki óeðlilegt, að það sé ekki tekið fyrir að ráðh. fjarstöddum. Mér er ljóst það, sem hæstv. forseti sagði, að þm. eiga að vera hér við. En þar sem áhugi virðist ekki vera meiri en svo, að hæstv. ráðh. gefur sér ekki tíma til að vera viðstaddur 1. umr. málsins, vona ég, að það verði tekið af dagskrá. Forseti (BSt): Ég get ekki lagt mælikvarða á mál, hvort þau séu gagnleg eða þeim liggi á, eftir því, hvort hæstv. ráðh. eru við, þegar þau eru tekin til umr. Þó að hæstv. ráðh. hafi ekki áhuga á málínu, geta aðrir haft það. Og eftir því, sem hæstv. ráðh. mæta í þessari d. a.m.k., er ómögulegt að gera það að reglu að taka mál af dagskrá, þó að hlutaðeigandi ráðh. sé ekki við, en í eitt skipti er það hægt. Umr. um þetta mál er því frestað og það tekið af dagskrá. Forseti lætur hæstv. ráðh. vita, hvaða mál eru tekin fyrir á hverjum degi, með því að senda þeim dagskrá eins og öðrum hv. þm.