22.01.1952
Efri deild: 68. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 815 í B-deild Alþingistíðinda. (1191)

167. mál, fasteignaskattar til sveitarsjóða

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég skal lofa því að ræða ekki lengi um þetta mál, en hjá því verður þó ekki komizt að gera stutta athugasemd. Mér þykir satt að segja hæstv. dómsmrh. vera einurðargóður að halda því fram, að kaupfélögin eigi að greiða jafnmikið og kaupmenn í skatta og síðan eigi að greiða aftur af sömu peningum hjá hverjum einstaklingi, eftir að arði hafi verið skipt.