18.01.1952
Efri deild: 62. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1137 í B-deild Alþingistíðinda. (1913)

96. mál, menntaskólar

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Þegar þetta mál kom fyrst fram, var um það að ræða að heimila menntaskólanum á Akureyri einum þessa undanþágu ákveðinn tíma. Það var túlkað sem bráðabirgðaráðstöfun, sem rétt væri að heimila þar til skólinn gæti komið sér fyrir. Nú hefur þessu verið breytt svo, að sömu heimild á að veita menntaskólanum í Reykjavík, sem getur ekki tekið við nemendum, sem hafa lagalegan rétt til að fá inngöngu í skólann. Það er vitað, að ekki er fé fyrir hendi til þess að byggja hús fyrir skólann, svo að nægilegt húsrúm sé til þess að taka á móti þeim eins og sakir standa, hvað þá ef til þess kæmi, að þessi heimild yrði veitt og notuð. Auk þess er vitað, að byggður hefur verið í Reykjavík gagnfræðaskóli til þess að sinna þessu verkefni, og það er einnig kunnugt, að á Akureyri hefur verið byggður gagnfræðaskóli. Ég sé því ekki, að málin standi þannig, að hægt sé að framlengja þessa undanþágu. Ég mun því ekki greiða atkv. með brtt. og ekki heldur með frv. eins og það kom frá Nd. Hæstv. ráðh. hefur auk þess lýst yfir því í Sþ., að hann mundi selja á stofn þriðja menntaskólann. Þá verða til þrír menntaskólar í landinu, og tel ég bezt að aðgreina þá alveg frá öðrum skólum.

Ég skal svo ekki tefja umr. frekar, en ég taldi rétt að láta hv. d. vita, að ég mun hvorki greiða atkv. með brtt. n. né frv., heldur styðja það, að málinu verði vísað til ríkisstj.