21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (1929)

96. mál, menntaskólar

Frsm. meiri hl. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Hæstv. menntmrh. skýrði frá því, að ef þetta frv. yrði samþykkt, þá mundi hann einungis nota þessa heimild til þess að ljúka þeim deildum, sem við skólann eru. Nú er það svo. að lögum samkvæmt er aðeins starfandi ein deild við skólann, því að fyrsti bekkur starfar sem námsflokkur. Ég vil nú skilja þessi ummæli ráðherrans svo, að þetta sé heimild, sem hann muni nota, til þess að báðar þessar deildir geti haldið áfram og lokið námi, og mun gera það, ef hann gerir engar athugasemdir þar við.