11.12.1951
Efri deild: 41. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í B-deild Alþingistíðinda. (523)

139. mál, almannatryggingar

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Frv. það, sem hér er til umr., er borið fram af hæstv. ríkisstj., og hafði heilbr.- og félmn. það til umsagnar. N. athugaði málið, og það, sem henni fannst aðalatriði þess, er, að stemma verði stigu við því, að gengið verði á sjóði stofnunarinnar, og ber í því skyni fram brtt. Nú hefur það komið í ljós, að hæstv. fjmrh. er ekki ánægður með þessa till., og hefur n. því ákveðið að taka hana til baka til 3. umr. og væntir þess, að frv. verði látið ganga til 3. umr. eins og það kom frá hæstv. ríkisstj.