20.12.1951
Sameinað þing: 27. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 622 í B-deild Alþingistíðinda. (698)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1952

atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Það er gagnlegt að hafa þessa heimild, en ég vil, að þingheimur viti, að hún mun ekki verða notuð, nema því aðeins að öll ríkisstj. sé á einu máli um það, eftir hvaða leiðum beri að fullnægja útveginum um dráttarbraut, og einnig um það að hagnýta þessa heimild í þessu skyni. Að öðru leyti verð ég með till.

Brtt. 520,XXX samþ. með 27:6 atkv.

— 502,42 samþ. með 34 shlj. atkv.

— 502,43.a samþ. með 24:17 atkv.

— 502,43.b samþ. með 30:4 atkv.

— 519,7 samþ. með 25:2 atkv.

— 502,44 samþ. með 31 shlj. atkv.

— 502,45 samþ. með 32 shlj. atkv.

— 502,46 samþ. með 27 shlj. atkv.

— 520,XXXI samþ. með 32:1 atkv.

Frv., svo breytt, samþ. með 32 shlj. atkv. og afgr. sem lög frá Alþingi (A. 535).