19.12.1952
Neðri deild: 46. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1206 í B-deild Alþingistíðinda. (1608)

186. mál, almannatryggingar

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta var til 1. umr. í þessari hv. d. á fundi í gær og var þá vísað til heilbr.- og félmn. Nefndin hélt fund og tók málið til afgreiðslu í morgun. Nál. mun vera á leiðinni, en er nú ekki komið fram. N. varð ásátt um að leggja til, að frv. yrði samþ. Þrír nm. tóku þó fram á fundi í n., að þeir hefðu fyrir sitt leyti kosið, að gerðar yrðu meiri breyt. á lögum um almannatryggingar heldur en þær, sem felast í þessu frv. En með tilliti til þess, að ætla má, að síðar á þessu þingi verði lagt fram annað frv. um breyt. á almannatryggingalögunum, þá falla þessir nm. frá því að flytja brtt. um mæðralaun og fleiri atriði, sem snerta þessa löggjöf. Á hinn bóginn hafa 3 nm. áskilið sér rétt til þess að bera fram brtt. við eina grein þessa frv. eða fylgja brtt., ef fram kæmu um það atriði. — En ég ítreka það að lokum, að nefndin mælir með því, að frv. þetta verði samþ. hér í hv. d.