27.01.1953
Efri deild: 56. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1258 í B-deild Alþingistíðinda. (1786)

179. mál, löggilding verslunarstaðar í Vogum

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Frv. þetta er hingað komið frá hv. Nd., þar sem það hefur verið samþ. óbreytt eins og það var lagt fram, en frv. er rannverulega um það að stækka svæði verzlunarstaðar í Vogum, en Vogavík á Vatnsleysuströnd hefur árið 1893 verið gerð að löggiltum verzlunarstað. Er þessi staður svo takmarkaður og byggðin hefur aukizt svo verulega, að það þykir nauðsyn bera til að stækka svæði verzlunarstaðarins, og felur frv. það í sér.

Allshn. hefur haft frv. til athugunar og mælir einróma með því, að það sé samþ. eins og það liggur fyrir á þskj. 404.