07.04.1954
Neðri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1067 í B-deild Alþingistíðinda. (1002)

184. mál, fasteignaskattur

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Hér er ekki deilt um stórt atriði, og ég skal því ekki hafa um það mörg orð. En þegar frv. þetta var fyrir hv. Ed., þá munu hafa komið athugasemdir frá innheimtumönnum ríkissjóðs einhverjum, sýslumönnum og lögreglustjórum, sem bentu á, að það væri óeðlilegt, að þeir önnuðust áfram innheimtu á þessum fasteignaskatti, ef ákveðið yrði, að hann gengi til sveitar- og bæjarsjóða, en ekki til ríkissjóðs.

Nú var hv. 2. þm. Skagf. (JS) að minna á það, að sýslumenn innheimtu gjöld, sem færu í sýslusjóði. Nefndi hann þar til, held ég, sýsluvegasjóðsgjald og hundaskatt. Ég vil benda á það, að þar gegnir nokkuð öðru máli. Það er eðlilegt, að sýslumenn innheimti það, sem á að fara í sýslusjóðina, af því að þeir eru gjaldkerar þeirra. Það er því ekki það sama og hér er um að ræða, því að þessi skattur á að fara til sveitarog bæjarsjóðanna. Og ég verð að segja það, að mér finnst þetta eðlileg breyting, sem gerð var á frv. í hv. Ed. Mér finnst það eðlilegt, að sveitarstjórnirnar innheimti þessi gjöld sem önnur, sem í sveitarsjóðina eiga að renna, og get því ekki fallizt á þessa brtt., og ég tel, að það sé nú ekki hyggilegt að vera að hrekja frv. milli d. út af þessu atriði, heldur væri skynsamlegra að samþ. það eins og það kom frá hv. Ed.