09.04.1954
Efri deild: 82. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1222 í B-deild Alþingistíðinda. (1178)

197. mál, gin- og klaufaveiki

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umr. Ég vil bara gera grein fyrir mínu atkv. Ég lít þannig á, að eins og nú sé komið séu hreindýrin orðin allt of mörg, og væri mikil spurning, hvort ekki ætti að ófriða þau alveg. Ég var sjálfur með í að flytja frv. um friðun þeirra á sínum tíma, þegar þau voru að útrýmast, og það var samþ. Því var síðan breytt og leyft að drepa tarfa, og það hefur verið gert nokkuð, en dýrunum hefur fjölgað svo mikið, að ég tel, að það sé vafasamt, hvort ekki eigi alveg að ófriða þau. Þetta getur verið áfangi í þá átt. En ég vil taka það fram, að ég vænti þess, að þeir, sem gefa veiðileyfi til hreindýranna, skeri þau ekki við nögl sér, svo að þau séu ekki látin verða fleiri en þau eru nú þegar. Það mega þau ekki verða.