03.11.1953
Efri deild: 14. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1417 í B-deild Alþingistíðinda. (1595)

84. mál, kirkjubyggingasjóður

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég ætla bara að benda hv. síðasta ræðumanni og flm. þessa máls á það, að það er allt annað prestakallaskipun landsins eða sóknaskipun landsins. Prestakallaskipun landsins heyrir beint undir Alþingi, og þau lög höfum við verið að rifast um núna fyrir stuttu og ekki orðið sammála. Um sóknaskiptingu landsins hefur aldrei verið rætt á Alþingi, enda heyrir það ekki undir Alþingi, eins og þeim málum er nú komið, heldur undir safnaðarfundi og héraðsfundi.