27.03.1954
Neðri deild: 71. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1565 í B-deild Alþingistíðinda. (2004)

173. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég hef ekki óskað eftir því, að málið væri tekið út af dagskrá vegna till., sem samþ. voru í gær. Það ætla ég að hafi verið ljóst af því, sem ég sagði áðan. Heldur er það vegna þeirrar skrifl. brtt., sem nú hefur komið fram og ástæða væri til þess að menn fengju tóm til þess að átta sig á. Hún hefur komið fram frá einum hv. þm. Reykv. (BÓ). — Ég vil því ítreka það, sem ég sagði áðan, að forseti taki málið út af dagskrá og gefi mönnum tóm til að íhuga þá brtt., sem fram er komin. Það sjá auðvitað allir, að það er engin von til þess, að þetta mál verði að lögum fyrir 31. marz. Það er ekki hægt að gera það að lögum fyrir þann tíma, enda gerir það minnst til.