08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í C-deild Alþingistíðinda. (2210)

18. mál, rithöfundaréttur og prentréttur

Forseti (GíslJ):

Út af þeim óskum, sem borizt hafa til mín sem forseta um að fresta umr. þessa máls, vegna þess að hv. minni hl. er fjarverandi, vil ég leyfa mér að benda á, að þessu máli er vísað til allshn. 4. des. s. l. og hefur legið þar allan þennan tíma, en hv. þm. Seyðf. á þar sæti. Ég mun því ekki, með tilliti til þess, hve liðið er á þingtímann, tefja málið lengur við þessa umr., og þar sem enginn hefur kvatt sér hljóðs, þá er þessari umr. um málið lokið og verður gengið til atkvæða. Hins vegar mun ég ekki taka málið til 3. umr. fyrr en hv. þm. Seyðf. gefst kostur á annaðhvort að vera hér við eða láta bera fram, ef veikindi hans skyldu vara lengur, brtt. fyrir sína hönd, og vil þá hins vegar geta þess, að frá honum hafa engin boð gengið til mín sem forseta um að fresta málinu.