02.10.1953
Sameinað þing: 1. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í B-deild Alþingistíðinda. (3699)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 2. kjördeildar (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. 2. kjördeild hefur athugað kjörbréf þeirra hv. þm., sem sæti eiga í 1. kjördeild. Það eru þessir hv. þingmenn: Bergur Sigurbjörnsson, 8. landsk. þm., Einar Olgeirsson, 2. þm. Reykv., Finnbogi R. Valdimarsson, 6. landsk. þm., Gísli Guðmundsson, þm. N-Þ., Haraldur Guðmundsson, 4. þm. Reykv., Ingólfur Flygenring, þm. Hafnf., Kjartan J. Jóhannsson, þm. Ísaf., Lárus Jóhannesson, þm. Seyðf., Magnús Jónsson, 2. þm. Eyf., Ólafur Thors, þm. G-K., Páll Zóphóníasson, 1. þm. N-M., Páll Þorsteinsson, þm. A-Sk., Pétur Ottesen, þm. Borgf., Sigurður Ágústsson, þm. Snæf., Sigurður Guðnason, 6. þm. Reykv., Sigurður Ó. Ólafsson, 2. þm. Árn., Steingrímur Steinþórsson, 1. þm. Skagf., og Vilhjálmur Hjálmarsson, 2. þm. S-M.

Hv. þm. Ísaf., Kjartan J. Jóhannsson, er ekki kominn til þings, og vantar því kjörbréf hans. Kjörbréf hv. þm. Borgf. hafði heldur ekki borizt, en símskeyti frá yfirkjörstjórn, þar sem staðfest er kjör hans sem þingmanns Borgarfjarðarsýslu.

Kjördeildin hefur ekkert við kjörbréf þessi að athuga og leggur til, að þau verði öll tekin gild: