11.02.1955
Neðri deild: 44. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1241 í B-deild Alþingistíðinda. (1607)

127. mál, leigubifreiðar í kaupstöðum

Pétur Ottesen:

Ég vil leyfa mér að bera fram þá fsp. til þeirrar n., sem flutt hefur þetta mál, hvort það hafi legið fyrir henni nokkrar óskir um það úr öðrum kaupstöðum þessa lands en Reykjavík, að tekin yrði upp sú heimild, sem í þessu frv. felst. Ef svo er ekki, þá virðist mér, að ástæðulitið sé að vera að setja í lög slíka heimild sem þessa. Það má að vísu segja, að menn séu ekki bundnir af því að nota þessa heimild, þótt í lögum sé. En mér virðist, að það gæti verið dálítið athugavert að vera að setja slík ákvæði inn í lögin, ef engar óskir liggja fyrir um þetta, og ég vil fyrir mitt leyti óska, að það verði athugað dálitið nánar, áður en gerð er samþykkt um slíkt.