19.04.1955
Efri deild: 71. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1291 í B-deild Alþingistíðinda. (1663)

127. mál, leigubifreiðar í kaupstöðum

Frsm. (Sigurður Ó. Ólafsson):

Herra forseti. Vegna umr., sem urðu um þetta mál hér í hv. deild í gær vegna fram kominnar brtt. frá hv. þm. Barð., átti samgmn. fund og ræddi um þetta mál, og var mér síðan falið að eiga tal við samgmrh. um brtt. Ég átti síðan tal við hann og síðast í síma í morgun, og þá lét hann það í ljós við mig, að hann áliti, að þetta atriði, sem brtt. fjallar um, ætti frekar heima í reglugerð um þetta mál en í lögunum, og hann gerði ráð fyrir því e.t.v. að verða hér í deildinni, ef málið yrði tekið fyrir til umr. í dag, og mundi þá segja nokkur orð um þetta. Ég vildi nú fara fram á það við hæstv. forseta, hvort hann mundi vilja fresta umr. og taka þá málið fyrir aftur, þegar hæstv. ráðh. væri kominn.