09.12.1954
Efri deild: 27. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í C-deild Alþingistíðinda. (2285)

14. mál, vistheimili fyrir stúlkur

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Þegar þessari umr. var frestað fyrir nokkrum dögum að tilmælum hæstv. menntmrh., þá lýsti forseti því yfir, að hann mundi ekki taka málið á dagskrá, fyrr en hann heyrði eitthvað frá n. Mér skildist, að annaðhvort kæmu brtt. frá n. eða þá að n. tilkynnti, að hún mælti áfram með frv. óbreyttu að öðru leyti en því, sem hún hefur áður gert till. um.

Nú er mér ekki kunnugt um, að n. hafi tekið þetta mál til meðferðar síðan fyrri hluti þessarar umr. fór hér fram, og mér þykir ólíklegt, að svo hafi verið, þar sem ég er frsm. n. og mundi án efa hafa verið látinn um það vita. Það kann að þykja, að n. hafi ekki sýnt röggsemi, að hafa ekki þegar tekið málið til framhaldsmeðferðar, en í því sambandi vil ég aðeins benda á, að á þeim tíma, sem liðinn er síðan málið var hér til meðferðar, hefur frsm. n. í þessu máli lengst af verið veikur, og gæti það verið afsökun hennar að hafa ekki tekið málið til nánari athugunar. Hafi verið ástæða til að fresta þessu máli síðast þegar það var til meðferðar, þá sé ég ekki betur en að sama ástæða hljóti að vera fyrir hendi nú.

Að endingu skal ég taka það fram, að ef hæstv. forseta sýnist að fresta umr. um þetta mál, þá get ég lofað því f. h. nefndarinnar, að það verður tekið þar mjög bráðlega til athugunar.