10.11.1954
Sameinað þing: 13. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 656 í D-deild Alþingistíðinda. (2999)

83. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Emil Jónsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins skírskota til þeirra, sem þetta frv. um öryggisráðstafanir á vinnustöðum hafa séð, hvort engar breytingar felist í því frá fyrri löggjöf, eins og hv. þm. Barð. nú vill halda fram. Það var einmitt vegna þess, að í frv. fólust margar og víðtækar breytingar, að hv. alþingismenn voru eins lengi að samþykkja það og raun varð á. Ef litlar eða engar breytingar hefðu verið í frv., þá hefði sjálfsagt ekki þótt ástæða til þess að draga það eins lengi og gert var. En ástæðan fyrir því, að eftirlitið hefur ekki getað verið eins og það þurfti að vera, er vissulega sú, að það hefur vantað lagaákvæði og reglugerðarákvæði til þess að byggja á.