05.11.1954
Neðri deild: 13. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (42)

38. mál, hlutatryggingasjóður bátaútvegsins

Frsm. (Pétur Ottesen):

Í framhaldi af því svari, sem ég gaf við fsp. hv. 2. þm. N-M. um viss atriði í þessu máli, vil ég aðeins bæta því við, að eigi er nær gengið hinni almennu fiskideild sjóðsins en svo, að hæfni hennar til þess að standa við sínar skuldbindingar er að engu skert: Viðkomandi vöxtunum vil ég upplýsa það, að það er samið um að greiða af láni þessu 5% vexti, en það er sú sama upphæð sem fæst í sparisjóði fyrir það fé, sem ekki er bundið þar, en fé sjóðsins er vitanlega ekki hægt að binda til langs tíma, þar sem verður að standa skil á greiðslu úr sjóðnum eftir ákvæðum laganna.

Það voru aðeins þessar upplýsingar, sem ég vildi. bæta við.