18.02.1955
Neðri deild: 49. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í B-deild Alþingistíðinda. (872)

94. mál, iðnskólar

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Hv. frsm. iðnn: hefur gert grein fyrir þeim till., sem n. flytur á þskj. 365, og þarf ég ekki að gera það að umtalsefni. En eins og hann einnig gat um, þá flytur meiri hl. n. tvær brtt. á þskj, 366, og stend ég ekki að flutningi þeirra tillagna.

Fyrri brtt. er um Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík. Þessi skóli er einkafyrirtæki, en hefur haft nokkurn styrk af opinberu fé. Ég tel, að það gegni að ýmsu leyti öðru máli með þá fræðslustofnun en iðnskólana, í sambandi við nám þar. Hjá myndlistarskólanum fá menn ekki atvinnuréttindi á sama hátt og þeir hljóta, ef þeir ljúka námi samkv. lögunum um iðnfræðslu og samkv. því frv. um iðnskóla, sem hér liggur fyrir. Og ég tel ekki ástæðu til að litt athuguðu máli að taka þetta ákvæði inn í lögin um iðnskóla.

Önnur brtt. á þskj. 366 er viðkomandi 8. gr. Um það efni er það áð segja, að fyrir nokkrum dögum var lagt fram í hv. Ed. stjórnarfrv. á þskj. 358 um greiðslu kostnaðar við skóla, sem reknir eru sameiginlega af ríki og sveitarfélögum. Í því frv. eru miklu nánari ákvæði en áður hafa verið í skólalöggjöfinni um, hvernig haga skuli stofnkostnaðarframlögum ríkisins til skólanna. En þar eru ekki nein ákvæði um iðnskóla, heldur aðeins um þá skóla, sem heyra undir menntmrn., en gert er ráð fyrir í því frv., sem hér er til umr., að iðnskólinn heyri undir iðnaðarmálaráðherra.

Ég hefði nú talið eðlilegt, að ákvæði 8. gr. frv. væru látin fara óbreytt í gegnum þessa hv. d. og reynt yrði að samræma ákvæði hennar þeim ákvæðum, sem væntanlega verða sett samkv.

því frv., sem ég gat um og nú liggur fyrir Ed., um stofnkostnaðargreiðslu ríkisins til skólanna yfirleitt. Mér finnst eðlilegt, að það gildi um það sömu reglur að því er varðar iðnskólana eins og aðra skóla. Ég vil því fyrir mitt leyti leggja til, a.m.k. að svo stöddu, að þá verði 8. gr. afgr. óbreytt eins og hún er í stjfrv.

Enn vil ég nefna það, að ég tel ástæðu til að athuga á síðara stigi málsins um gildistökuákvæði laganna, og var reyndar nokkuð um það rætt í n., án þess að tillögur væru gerðar um breytingar.

Eins og þegar hefur verið getið um af hv. frsm., þá lagði skólamálanefndin, sem starfaði fyrir allmörgum árum, fram frv. til l. um iðnskóla sem kom fyrir Alþ. án þess að hljóta fullnaðarafgreiðslu. Ég hef bórið það frv. saman við það stjfrv., sem hér liggur fyrir, og eru allmörg atriði þar tekin úr frv. skólamálanefndarinnar. Þó hef ég veitt því athygli, að í frv. nefndarinnar er sérstakur kafli um kennslu í skólunum, en sá kafli hefur ekki verið tekinn upp í þetta frv. Að vísu er hér IV. kafli um framhaldsnám, og í þeim kafla er ein gr., 13. gr., um tilhögun kennslu í þeirri framhaldsdeild: Ég hefði nú talið, að það hefði verið eðlilegt að hafa einnig ákvæði í frv. um kennslutilhögun við hina almennu fræðslu í iðnskólunum, og mundi það vera í samræmi við það, sem er í löggjöf um aðra skóla, því að þar hafa verið sett ákvæði um kennslugreinar og kennslufyrirkomulag. Hins vegar er gert ráð fyrir því í þessu frv., að þetta verði eingöngu reglugerðarákvæði. Það var nokkuð á þetta minnzt í n., án þess þó að menn væru á eitt sáttir um að gera till. um, að slíkur kafli væri tekinn inn í frv., en ég vil vekja athygli á þessu, og tel ég, að það væri ástæða til að taka það atriði til athugunar á síðara stigi málsins.