22.04.1955
Efri deild: 72. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (903)

94. mál, iðnskólar

Viðskmrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Hv. frsm. meiri hl. hefur nú haldið hér langa ræðu og hv. frsm. minni hl. einnig nokkuð langa.

Minni hl. leggur til, að frv. verði í aðalatriðum samþykkt óbreytt, en meiri hl. vill gera á því allviðtækar breytingar.

Ég fer ekki út í það að svara hv. meiri hl. orði til orðs. Það yrði of langt mál og líka óþarfi. En það er afleitt, hvað fáir af hv. þdm. eru viðstaddir til þess að hlusta á þann málaflutning, sem hér fer fram. Það má vera, að hv. þm. hafi gert sé glögga grein fyrir þessu og þurfi ekki að hlusta á umræður um málið, en vissulega færi nú betur á því að svo væri. (Forseti: Óskar ráðherrann eftir, að umr. sé frestað?) Ég mundi að sjálfsögðu gera það, ef von væri um, að fleiri hv.

þm. yrðu við á næsta fundi. Ég tel ákaflega þýðingarlítið að vera að halda hér ræðu í þessu máli, nema hv. þm. séu til staðar til þess að hlusta á, og af því að hér er um það að ræða, hvort á að gera veigamiklar breytingar á frv. eða láta það fara fram óbreytt, þá óska ég eindregið eftir því að mega ná eyrum hv. þm. Ég held, að frv. ætti ekki að vera stefnt neitt í hættu fyrir það, þó að umr. yrði jafnvel frestað til mánudags.