02.03.1956
Neðri deild: 80. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1090 í B-deild Alþingistíðinda. (1195)

155. mál, vátryggingasamningar

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Fyrir hönd sjútvn., sem hefur flutt þetta frv., vil ég aðeins geta þess nú, áður en málið fer út úr deildinni, að n. litur á þetta frv. sem bráðabirgðalöggjöf, ef samþykkt verður. Það er vilji n. og tilmæli til hæstv. ríkisstj., að látin verði fara fram endurskoðun á lögunum frá 1921 um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum og á lögunum frá 1947 um vátryggingarfélög fyrir fiskiskip og að sú endurskoðun verði látin fara fram sem allra fyrst. — Þessa vildi ég aðeins geta f. h. nefndarinnar.