24.01.1956
Neðri deild: 49. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1122 í B-deild Alþingistíðinda. (1217)

105. mál, framleiðsluráð landbúnaðarins

Fram. minni hl. (Sigurður Guðnason):

Herra forseti. Mér hefði nú þótt viðkunnanlegt, að hæstv. landbrh. hefði verið við. Eftir því sem hann slóst um hér í ræðustólnum í byrjun ræðu sinnar, hefði mér ekki fundizt, að það væri til of mikils mælzt, þó að hann væri hér við, og ég vil endilega skora á forseta að vita, hvort hann er ekki viðstaddur. Mér finnst, að það sé ekki sæmandi, að hann sé ekki við, eftir þær orðræður, sem hann fór með í gær í ræðu sinni, og mig langaði til að ræða við hann, þegar hann komst niður á jörðina og var vel viðmælandi um þær hugmyndir, sem hann kom fram með um þetta mál. Ég vildi endilega fara fram á það. (Forseti: Ég get skýrt frá því, að það hefur verið athugað, að hæstv. ráðh. er ekki staddur hér í húsinu og er í öðrum störfum. — EOI: Þá óskum við eftir, að fundi sé frestað.) Ég hefði helzt viljað, að fundi yrði frestað, því að ég vil endilega, að ráðh. sé við. (EOl: Það er óskað eftir því, að málinu sé frestað.) Mér finnst a.m.k., að ég ætti þó að lesa yfir honum það, sem var í frv., sem hann talaði um hér. (Gripið fram í. Forseti: Meðan bv. ræðumaður er í ræðustól, sé ég ekki ástæðu til að víkja honum þaðan, þótt aðrir þm. óski. — EOl: Ef ræðumaður óskar eftir því.) Ef ég geng úr ræðustólnum, verður þá gengið til atkvæða, og er þá talið, að þetta sé ræða, sem ég hef flutt síðan ég kom hingað upp? (Forseti: Ég hef heyrt aðra hv. þm. óska eftir, að fundi væri frestað vegna þessara hluta, en ekki heyrt ræðumann tala um það eða bera fram ósk um það.) Ég óskaði eftir því. (Forseti: Þá er að athuga það.) Þangað til ráðherrann væri við. (Forseti: Má ég spyrja ræðumann: Er það ætlun hans. ef ráðherra forfallast áfram, að falla frá orðinu?) Nei, ekki ef hann forfallast áfram. (Forseti: Ég get orðið við þessum tilmælum að þessu sinni og get þá geymt orðið fyrir hv. ræðumann til næsta fundar, en þá vænti ég þess að hann ljúki ræðu sinni, hvernig sem á stendur.) Ég mun gera það. [Frh.]