22.03.1956
Neðri deild: 91. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (1336)

125. mál, lögreglumenn

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Ég get í sjálfu sér látið nægja að vísa til nál. á þskj. 510 viðvíkjandi þessu máli. N. er sammála um þær breyt., sem lagt er til að verði gerðar á frv. Það verður með því móti nokkru viðtækari löggæzla, sem heimil er samkvæmt þessum breytingum. N. hafði samráð við hæstv. dómsmrh. um málið, og var hann fýsandi þess, að frv. yrði þannig úr garði gert, það yrði enn víðtækara en það var upphaflega. Ég get því látið nægja að vísa til þessa og vænti, að hv. d. fallist á afgreiðslu málsins í þeim búningi, sem n. leggur til.