28.03.1956
Efri deild: 104. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í C-deild Alþingistíðinda. (1928)

83. mál, félagsheimili

Forseti (GíslJ):

Það hefur komið fram ósk um að láta málið ekki ganga til nefndar. Ég get að sjálfsögðu ekki fallizt á það, með tilvísun til þeirrar rökstuddu dagskrár, sem ég las hér upp áðan, og m.a. í þeim gögnum kemur greinilega fram, hversu félagsheimilasjóðurinn skuldar mikið fé. Þess vegna vildi ég leggja til, að málið yrði sent til hv. fjhn., sem hefur öll þessi gögn í höndunum og þekkir þetta mál bezt, bæði af fundarhöldum og einnig af samræðum við þjóðleikhússtjóra, íþróttafulltrúa og aðra aðila. Hins vegar gerir hv. d. út um það, hvort hún sendir málið til nefndar eða til hvaða n. það verður sent.