11.11.1955
Sameinað þing: 2. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1407 í B-deild Alþingistíðinda. (2907)

Minning Jakobs Möllers

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Þeir nm., sem staddir eru hér á landi, sem er meiri hl. nefndarinnar, hafa rannsakað mál þetta. Að vísu liggur ekki fyrir kjörbréf Sigurjóns Sigurðssonar bónda í Raftholti sem varamanns Ingólfs Jónssonar, 1. þm. Rang. Aftur á móti liggur fyrir yfirlýsing formanns yfirkjörstjórnar Rangárvallasýslu við síðustu kosningar um, að Sigurjón Sigurðsson hafi verið kosinn varaalþingismaður fyrir Rangárvallasýslu af hálfu Sjálfstæðisflokksins, og enn fremur liggur fyrir yfirlýsing frá Hagstofu Íslands um sama efni.

Með tilliti til þessara skjala leyfa þeir nm., sem hér eru, sér að leggja einróma til, að kosning Sigurjóns Sigurðssonar bónda í Raftholti verði tekin gild og honum heimiluð seta á Alþingi í forföllum Ingólfs Jónssonar, 1. þm. Rang.