31.01.1957
Efri deild: 48. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1962 í B-deild Alþingistíðinda. (1916)

97. mál, þinglýsing skjala og aflýsing

Frsm. (Jón Kjartansson):

Herra forseti. Samkv. l. nr. 30 1928 fer þinglýsing skjala fram með þeim hætti, að lesin er upp á manntalsþingi, í Reykjavík bæjarþingi, skrá yfir þau skjöl, sem borizt hafa frá síðasta manntalsþingi eða síðasta bæjarþingi. Manntalsþing eru háð einu sinni á ári, en bæjarþing einu sinni í viku eða oftar.

Þegar þessi lög voru sett, voru hvergi háð bæjarþing hér á landi nema í Rvík. Á þessu var gerð breyting 1936, þegar lögin um meðferð einkamála í héraði voru sett. Þá var svo ákveðið, að bæjarþing skyldu háð einu sinni í viku eða oftar í öllum kaupstöðum landsins. Þrátt fyr:r þessa breytingu hefur ákvæðið um þinglýsingu skjala í lögum frá 1928 staðið óbreytt.

Í framkvæmdinni hefur þessu þó verið hagað þannig, að þinglýsingar hafa farið fram á bæjarþingum í kaupstöðum utan Rvíkur. Með þessu frv., sem hér liggur fyrir, er lagt til, að þetta fyrirkomulag verði lögfest, svo að ekki geti neinn vafl leikið á. Í Rvík gildir nú hins vegar sérregla um þinglýsingu. Þar annast borgarfógeti þessi mál, en ekki borgardómari, sem stýrir bæjarþingi. Aðferðin í Rvík er sú, að gerð er vikulega skrá yfir þau skjöl, sem þinglýsa á, og liggur skráin frammi almenningi til sýnis. N. vill ekki gera breytingu hér á. Þess vegna flytur hún brtt. á þskj. 200 um, að þessi tilhögun, sem nefndin leggur til, nái ekki til Rvíkur. N. leggur einum rómi til, að frv. verði samþ. með þeirri breytingu, er ég hef nú getið.