05.03.1957
Efri deild: 64. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (1972)

129. mál, taka eignarnámi jarðirnar Borg, Dynjanda og Rauðsstaði

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Mig langar til að spyrja hv. frsm. n., hvernig muni fara um ábúð núverandi bónda á Borg, þegar búið er að taka jörðina eignarnámi. Þetta er tiltölulega ungur maður, duglegur, sem hefur komið sér upp sæmilegum bústofni á örfáum árum, og mér er forvitni á að fá að vita það, hvort hann muni ekki eiga þess kost að búa þarna áfram jafnt fyrir það, þó að jörðin verði tekin eignarnámi, eða hvort tún eða ræktað land á jörðinni muni skerðast nokkuð verulega við þau mannvirki, sem þarna er verið að gera í sambandi við virkjunina.