15.10.1957
Neðri deild: 3. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í B-deild Alþingistíðinda. (104)

2. mál, bifreiðaskattur o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Þetta frv. gerir ráð fyrir framlengingu ákvæða um sama efni sem nú eru í lögum nr. 95 frá 1956. Þetta er um viðbótargjald af benzíni og álag á bifreiðaskatt.

Ég sé ekki ástæðu til þess að gera frekari grein fyrir málinu, en að vísa á þennan hátt til gildandi laga og leyfi mér að leggja til, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari 1. umræðu.