05.11.1957
Efri deild: 17. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í C-deild Alþingistíðinda. (1713)

19. mál, tollskrá o. fl.

Frsm. meiri hl. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Að sjálfsögðu hef ég ekkert við það að athuga, að máli sé frestað vegna fjarveru eða veikinda þingmanna. Ég er því alveg sammála og tel eðlilegt, að atkvgr. fari ekki fram nú. Það er hitt, sem ég mótmæli, að forseti hafði hér þau ummæli, að dráttur málsins, dráttur atkvgr. væri á ábyrgð flm. Það eru þau ummæli, sem eru gersamlega ástæðulaus og ég mótmæli.