05.04.1960
Sameinað þing: 35. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í D-deild Alþingistíðinda. (2518)

18. mál, flugsamgöngur við Siglufjörð

Einar Ingimundarson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar flm. þessarar þáltill. þakka allshn. fyrir góða og fljóta afgreiðslu á nál. um till., og ég vona, að samþykkt till. verði til þess, að framkvæmdir verði fljótlega hafnar við flugvallargerð á Siglufirði, sem tryggi, að þetta byggðarlag njóti svipaðra flugsamgangna og önnur byggðarlög á landinu, eftir því sem hentugast þykir eftir rannsókn á öllum aðstæðum.