05.04.1960
Sameinað þing: 35. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í D-deild Alþingistíðinda. (2600)

77. mál, síldariðnaður á Vestfjörðum o. fl.

Jóhann Hafstein:

Ég skal ekki, herra forseti, blanda mér mikið inn í þessar umr., en það hefur komið fram hjá báðum hv. síðustu ræðumönnum, að það séu til tvær leiðir til þess að koma í ganginn síldarverksmiðjum á Vestfjörðum. Ingólfsfirði og Djúpuvík, annaðhvort að ríkið taki við þessum verksmiðjum, þ.e.a.s. ríkisverksmiðjurnar, eða þá að ríkið beinlínis styrki þessar verksmiðjur. Mér finnst vera þriðja leiðin til í sambandi við þessar verksmiðjur. — og ef hún hefði verið fyrir hendi, þá hefðu þessar verksmiðjur verið reknar á undanförnum árum, og það er, að síldin veiðist.