30.01.1961
Neðri deild: 52. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1298 í B-deild Alþingistíðinda. (1213)

42. mál, fræðslumyndasafn ríkisins

Frsm. meiri hl. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Fyrr á þessu þingi skilaði menntmn. nál. um þetta frv. N. var öll sammála um að mæla með samþykkt frv., eins og það kom fram, en meiri hl. n. gerði till. um eina breytingu, sem var á þá lund að gera kleift að afla nokkurs viðbótarfjár við það, sem ráð er fyrir gert í frv., á þann hátt, sem um getur í till. Þessi brtt. varð að allhörðu deilumáli fyrir hátíðir. Sökum þess að svo fór, hefur meiri hl. n. ekki séð ástæðu til að halda málinu til streitu, vill ekki hætta áframhaldandi göngu frv. í þinginu með deilum um þetta viðbótaratriði. Höfum við því orðið ásáttir um að taka brtt. aftur, en þá standa meðmæli óskiptrar menntmn. með því, að frv. verði óbreytt samþykkt.