13.02.1961
Efri deild: 57. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (1334)

158. mál, sóknargjöld

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Siðan þetta frv. var til 2. umr., hef ég átt tal við biskup Íslands og rætt þessi mál nokkuð ýtarlega við hann, og eftir þær viðræður hef ég orðið þess vísari, að þau mál, sem ég hreyfði hér við 2. umr., hafa komið mjög við sögu á kirkjuþingi nú í vetur sem leið og kirkjuþing mun hafa kosið sérstaka nefnd til þess að fjalla um þá hlið málanna, sem ég drap hér á. Að fengnum þeim upplýsingum get ég fallizt á, að þetta frv. sé látið ganga óbreytt fram nú að þessu sinni.